Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fréttir
28.03.2025
Í liðinni viku var árlegt landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Fór þar fram kjör í nokkur sæti innan stjórnar og umræða um breytingar á samþykktum Sambandsins. Einnig tóku innviðaráðherra og formaður Sambandsins þátt í umræðum um málefni sveitarfélaga og flutt voru erindi um fjárhagsleg áhrif kjarasamninga KÍ og breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Fulltrúar Bláskógabyggðar á þinginu voru Helgi Kjartansson, sem jafnframt var þingforseti, Stefanía Hákonardóttir og Ásta Stefánsdóttir.