Lambhrútasýning í Reiðhöllinni 4. nóvember 2012

Fréttir 30.10.2012
Í tilefni 65 ára afmælis Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna verður haldin lambhrútasýning í Reiðhöllinni á Flúðum sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.00. Þrír flokkar verða sýndir: hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Frá hverjum bæ má koma með 3 stigaða hrúta í hverjum flokki. Skulu þeir hafa fengið að lágmarki 83 stig og vera órúnir. Dómar verða að fylgja með hrútunum ásamt ætterni. Veitt verða ýmis verðlaun fyrir 5 bestu hrútana í hverjum flokki en það verða að vera að lágmarki 5 hrútar í flokk til að hann sé dómtækur. Fenginn verður sérstakur dómari til starfsins og velur hann 5 bestu hrútana og raðar upp óháð fyrri stigun. Stíur verða uppsettar fyrir hvern bæ fyrir sig samkvæmt kröfum og fengnu leyfi frá MAST. Fyrirtæki verða með áhugaverðar kynningar sem tengjast sauðfé s.s. fóður, vélar og tæki. Handverksfólk getur fengið borð til að selja vörur unnar úr afurðum sauðkindarinnar eða tengt því á einhvern hátt. Hægt er að skrá sig á sýninguna og fá borð í síðasta lagi 28. október hjá : Benedikt í síma 8611907 eða netfang bjaben@simnet.is Esther í síma 4866590 eða 8658761 og netfang estherg@centrum.is Hvetjum alla sauðfjárbændur sem eiga dæmda lambhrúta til að koma og sýna lambhrútana sína og eiga saman skemmtilegan hrútadag. Stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna.   Allir eru velkomnir á sýninguna og aðgangur er ókeypis.