Lagning ljósleiðara í Laugarás
Míla í samstarfi við Bláskógabyggð leggur ljósleiðara innan þéttbýlisins í Laugarási á árinu 2025. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu á slóðinni: Laugarás - Míla
Framkvæmdin er styrkt af Fjarskiptasjóði í tengslum við átak um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Bláskógabyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk slíkan styrk.
Áformað er að framkvæmdir hefjist í Laugarási næsta vor en nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla.
Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdum á einstaka svæðum skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 30 daga frá birtingu tilkynningar þessar svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdatímans.