Kórtónleikar í Skálholtsdómkirkju. 7. nóvember kl. 20:00

Fréttir 02.11.2010
Tónleikarnir eru í minningu Jóns Arasonar og sona hans, Ara og Björns sem voru hálshöggnir 7. nóvember 1550. Á tónleikunum verða tveir kórar sem flytja kórtónlist fá ýmsum áttum sem passa vel á minningartónleikum sem þessum. Meðal verka á tónleikunum eru Requem eftir Jón Leifs, Nú hverfur sól í haf eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Ég kveiki á kertum mínum eftir Guðrúnu Böðvarsdóttur og frumflutningur á nýju verki eftir Jón Bjarnason organista í Skálholti við texta eftir Jón Arason. Kórarnir á tónleikunum eru Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar og Kammerkór Akraness undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar. Munu kórarnir syngja saman einnig hvor um sig. Tónleikarnir eru liður í "Safnahelgi á Suðurlandi". 12992_jon arason copy