Klippikort - sorp

Fréttir 09.01.2023
Sorpkort fyrir árið 2023 eru komin til afgreiðslu hjá Ewu og Pawel á gámasvæðunum. Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald fyrir fastan kostnað og rekstur söfnunarstöðva (gámastöðva) fyrir íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði fá afhent klippikort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð í 12 skipti á ári, fyrir samtals 3,5 m³. Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna meðhöndlunar úrgangs fyrir lögbýli fá afhent klippikort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð í 10 skipti á ári, fyrir samtals 2,5 m³. Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald fyrir fastan kostnað og rekstur söfunarstöðva (gámastöðva) og gjald vegna meðhöndlunar úrgangs fyrir fyrirtæki fá afhent klippikort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð í 12 skipti á ári, fyrir samtals 9 m³.