Klippikort fyrir árið 2022 eru tilbúin til afgreiðslu.

Fréttir 05.01.2022
    Kortunum er úthlutað á gámasvæðum sveitarfélagsins. Gámasvæði í sveitarfélaginu eru þrjú. Við Lindarskóga á Laugarvatni, Við Vegholt vestan Reykholtshverfis og við Heiðarbæ í Þingvallasveit. Eigendur íbúðar- og frístundahúsa, lögbýla og fyrirtækja í sveitarfélaginu eiga rétt á klippikorti fyrir úrgang til afhendingar á gámasvæðunum. Klippikort til fyrirtækja gilda fyrir 9 rúmmetra af úrgangi/sorpi. Klippikort til eigenda lögbýla, íbúðar- og frístundahúsa gilda fyrir 3,5 rúmmetra.   Klippikort sem gefin voru út árið 2021 og fyrr féllu úr gildi um nýliðin áramót. Gjald fyrir hvern rúmmeter af úrgangi er 6.000 kr. Úrgangur sem skilað er á gámasvæðin ber að flokka. Uppgröft frá jarðvegsframkvæmdum skal afsetja á sérstökum svæðum til þess eru ætluð. Ef um slíkt er að ræða er bent á að hafa samband við skrifstofu Bláskógabyggðar í síma 480-3000 eða 860-4440 Sími umsjónarmanns gámasvæða er 842-2040