Kennari og stuðningsfulltrúi á yngsta stig óskast í Bláskógaskóla Reykholti frá áramótum
Fréttir
11.10.2016
Laus er til umsóknar 50% staða kennara á yngsta stigi.
- Kennsluréttindi á grunnskólastigi.
- Áhugi á vinnu með ungum börnum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á teymisvinnu.
- Stuðningsfulltrúa vantar 90% starfshlutfall. Vinnutími frá kl. 8:30. Helstu verkefni eru gæsla í hádegi og frímínútum, vinna með nemendum í skólaseli/frístund og stuðningur við nemendur með sérþarfir.
- Áherslur skólans eru á fjölbreytta kennsluhætti og A.R.T. og starfa kennarar og annað starfsfólk saman í teymum.
- Í Bláskógaskóla í Reykholti eru rúmlega 70 nemendur í 1.-10. bekk. Laun eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð.
- Nánari upplýsingar veitir Kristín Hreinsdóttir, skólastjóri, í síma 480 3020 eða 898 5642.
- Umsóknarfrestur er til 4. nóv. 2016.