Kattahald

Fréttir 13.02.2025

Í gær var birt í Stjórnartíðindum samþykkt um kattahald í þéttbýli í Bláskógabyggð og hefur samþykktin því öðlast gildi. Samþykktin byggir á lögum um velferð dýra, reglugerð um velferð gæludýra, lögum um fjöleignarhús, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og tilheyrandi reglugerð.

Kattahald í Laugarási, á Laugarvatni og í Reykholti sætir þeim takmörkunum sem í samþykktinni greinir og er meginmarkmið samþykktarinnar að eigendur og umráðamenn katta fari vel með þá, tryggi þeim góða vist, sjái til þess að þeir séu ekki á flækingi og að af þeim stafi hvorki ónæði né tjón. Markmið er einnig að vernda fuglalíf. 

Allir kettir skulu örmerktir og skráðir hjá dýralækni og skulu þeir bera ól með merki þar sem koma fram nafn og símanúmer umráðamanns. Þá er skylt að ormahreinsa ketti árlega frá 12 vikna aldri.