Kammerkór Akraness

Fréttir 14.05.2009
heldur tónleika í  Skálholtskirkju, þriðjudaginn 19. maí nk. kl. 20:30. Fjölbreytt efnisskrá þar sem víða verður komið við í tónlistarflórunni. Andleg verk, alþýðulög, madrigalar og dægurlög.  M.a. verður flutt tónlist eftir írska tónskáldið Michael McGlynn sem ekki hefur heyrst mikið hér landi. Hefur tónlist hans verið skilgreind sem athyglisverð blanda af ólíkum tónlistarstraumum sem hann svo notar í kórverk sín. Má þar heyra sterk einkenni frá endureisnartímanum (Palestrina), írskri þjóðlagatónlist, nútímatónlist og dægurlögum.  Á efnisskránni má einnig finna frábær kórlög,  m.a. eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Sigurð Flosason, Skagamanninn Baldur Ketilsson og svo flytur kórinn útsetningar úr smiðju King Singers. Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson Aðgangur er ókeypis Kammerkór Akraness var stofnaður í ársbyrjun 2004 og er því 5 ára um þessar mundir. Kórinn hefur hlotið afbragðsdóma fyrir söng sinn og þá sérstaklega fyrir söngdagskrá sína, Ljóð og lög, sem unnin var upp úr söngbókum Þórðar Kristleifssonar og kórinn flutti veturinn 2007-2008. Efnisskráin sem flutt verður í Skálholti er mjög fjölbreytt og allir ættu að fá að heyra eitthvað við sitt hæfi.