Kæru íbúar Bláskógabyggðar
Fréttir
19.10.2017
Undanfarna mánuði hefur Elísabet Björney Lárusdóttir unnið að greiningu úrgangs úr sveitarfélaginu, sem er liður í stefnumótun í umhverfismálum fyrir Bláskógabyggð.
Hún er núna komin með niðurstöður og eru fyrirhugaðar nokkrar kynningar á þeim í samráði við þá aðila sem málið varðar og hvaða spor verði tekin í framhaldi af þessum niðurstöðum.
Fyrirkomulag samráðs verður með þeim hætti, að fyrst verða niðurstöður kynntar. Í kjölfarið verður haldin vinnustofa þar sem safnað verður saman hugmyndum frá þátttakendum um lausnir.
Stofnuð hefur verið sérstök facebook síða, sem heitir ?Úrgangsmál í Bláskógabyggð? fyrir viðburðinn, þar sem hægt verður að senda inn fyrirspurnir og fylgjast með.
Boðað er til eftirfarandi samráðsfunda í Aratungu:
27.október 2017 kl. 18:00 ? 20:00 - Sumarhúsaeigendur
26.október 2017 kl. 13:00 - 16:00 - Fyrirtæki
26.október 2017 kl. 19:00 ? 21:00 - Íbúar
Fundatímar eru ekki bindandi fyrir hvern flokk fyrir sig.
Með ósk um góða þátttöku,
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar