Jólasveinar á leið til byggða, jóladagskrá Listasafns Árnesinga 12. til 15. desember 2013
Fréttir
11.12.2013
Listasafn Árnesinga er viðkomustaður
Fimmtudaginn 12. desember Kl. 17 ? 18 er efnt til jóladagskrár fyrir börn á öllum aldri í tengslum við litla jólasýninguna sem unnin er út frá kvæðakverinu Jólin koma og búið er að setja upp í Listasafni Árnesinga hér í Hveragerði. Notaleg jólastemmning með heitu súkkulaði og piparkökum.
? Stekkjarstaur verður nýkominn til byggða og líklegt að hann kíki inn, einkum ef hann fréttir af því að í safninu geti hann skoðað teikningar af foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða og átt spjall við góða gesti.
? Anna Jórunn Stefánsdóttir, Pétur Nói Stefánsson og Hörður Friðþjófsson flytja Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum við lag Ingunnar Bjarnadóttur.
? Stutt kynning á skáldinu Jóhannesi úr Kötlum, teiknaranum Tryggva Magnússyni og tónskáldinu Ingunni Bjarnadóttur, en bæði Jóhannes og Ingunn bjuggu í Hveragerði um árabil.
? Við syngjum saman ljóð úr Kvæðakveri Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, við undirleik Harðar Friðþjófssonar.
? Pappír, litir, lím og skæri í listasmiðjunni.
Von er á fleiri jólasveinum næstu daga.
Föstudaginn 13. des. er von á Giljagaur um kl. 17.
Laugardeaginn 14. des. er von á Stúf um kl. 17.
Sunnudaginn 15. des. er von á Þvörusleik um kl. 17.
Þetta eru jafnframt síðustu dagarnir sem safnið er opið fyrir jól en það verður opnað á ný 15. janúar 2014.
Velkomin,
Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga
Austurmörk 21, 810 Hveragerði
sími: 483 1727 gsm: 895 1369
www.listasafnarnesinga.is