Ísgerðarnámskeið laugardaginn 10. mars kl 10:00-17:00 hjá Matís á Flúðum

Fréttir 23.02.2012
Ísgerð Í samstarfi við Matís á Flúðum   Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í ísgerð til heimabrúks. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast fara út í ísframleiðslu. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verklegri kennslu/sýnikennslu. Fjallað er um sögu og þróun ísgerðar, fræðsla um hráefni og efnasamsetningu íss, mismunandi aðferðir við ísgerð og ísblönduútreikningar.   Kennari: Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur og ísáhugamaður   Tími: Lau. 10. mars. kl 10:00-17:00 (8 kennslustundir) hjá Matís á Flúðum   Verð: 13.500 kr. (Ísgerðarbók innifalin í verði, sem og kaffi og hádegismatur)   Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).   Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is