INFLÚENSUBÓLUSETNING 2022

Fréttir 14.09.2022
  Bólusetning  gegn inflúensunni hefst þann 19. september á Heilsugæslunni í Laugarási   Athugið að Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.   Frá 19. september til 7. október geta því einungis eftirfarandi áhættuhópar pantað tíma í flensusprautu:  
  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  Frá og með 10. október geta aðrir pantað tíma í flensusprautu. Athugið að æskilegt er að það líði a.m.k. tvær vikur milli inflúensubólusetningar og COVID 19 bólusetningar.   Tímapantanir eru í síma 432-2770.     Covid bólusetningar verða áfram einungis í boði á HSU-Selfossi og hægt að panta tíma sérstaklega í það eins og verið hefur.