Hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið

Fréttir 04.03.2014
Dómnefnd hefur nú lokið störfum varðandi Hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið í Haukadal Kynntar verða niðurstöður dómnefndar  á fimmtudaginn 6. mars n.k. kl. 16:30 á Geysi í Haukadal og  veitt verðlaun fyrir vinningstillögur. Alls bárust 14 keppnistillögur og þær verða allar settar upp og sýndar á Geysi í Haukadal þannig að gestir geta kynnt sér þær. Mjög stórum og mikilvægum áfanga er náð varðandi Geysissvæðið og framtíðarsýn fyrir það. Nú er kominn grunnur til að byggja upp Geysissvæðið sjálft og auka á verndun þess um leið og gestir fá að njóta svæðisins mun betur en hægt hefur verið fram að þessu.  Gestir munu geta séð litlu hverina Sóða, Sísjóðandi, Óþverrisholu, Móra og miklu fleiri hveri og fara miklu víðar um svæðið en nú er mögulegt. Forsenda þess er að uppbygging geti verið hröð, nú þegar tillögur liggja fyrir um flæði gesta um svæðið og uppbyggingu þess.  Ferðaþjónustuaðilar, fagfólk, fjölmiðlar og áhugafólk er hvatt til að koma að Geysi og fagna þessum mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst. Boðið verður uppá sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 15:00 fimmtudaginn 6. mars n.k.  og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við drifa@blaskogabyggð.is  eða í síma 480-3000 ef þeir hyggjast nota sætaferðirnar. f.h. verkkaupa Drífa Kristjánsdóttir oddviti Bláskógabyggðar