Heimgreiðslur

Fréttir 19.12.2024

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt reglur um heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna barna á aldrinum 12-24 mánaða sem eru ekki í leikskóla.

Unnt er að sækja um heimgreiðslur hvort heldur sem ekki er pláss á leikskóla eða vegna þess að foreldrar velja að hafa börnin heima. Greiðslur falla niður ef barn hefur nám í leikskóla fyrir 24 mánaða aldur. Mánaðarleg greiðsla árið 2024 er 180.000 kr. Greiðsla fyrir hluta mánaðar reiknast hlutfallslega af þessari fjárhæð.

Nánar má lesa um skilyrði fyrir greiðslum og umsóknarferli á heimasíðu sveitarfélagsins.

Margt í rekstrarumhverfi leikskóla hefur breyst á síðustu árum. Þar er um að ræða atriði tengd kjarasamningum, svo sem styttingu vinnuvikunnar í 36 tíma, lengingu sumarorlofs og aukinn undirbúningstíma, auk annarra breytinga svo sem þeirra að sama leyfisbréf kennara gildir nú fyrir þrjú skólastig. Allt hefur þetta haft áhrif á mönnun leikskóla og gert það að verkum að mörg sveitarfélög hafa endurskoðað reglur og gjaldtöku fyrir leikskóla. Liður í því er að bjóða umræddar heimgreiðslur vegna yngstu barna.