Heilsufarsmælingar verða í boði í heilsugæslunni í Hveragerði

Fréttir 21.11.2017
Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) munu bjóða íbúum í Hveragerðisbæjar, Ölfus og Laugarvatns upp á ókeypis heilsufarsmælingu 23. nóvember næstkomandi í heilsugæslunni í Hveragerði Breiðmörk 25b. Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og styrkur. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Hjúkrunarfræðingur frá HSU verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.  Boðið verður upp á mælingar á Selfossi, í Vestmannaeyjum og á Hvolfsvelli eða Hellu í janúar.  Eftir að mælingunum lýkur verða niðurstöður sendar á samstarfsaðila. Jafnframt munum við kynna niðurstöður mælinga og þátttakendum gefst kostur á að fá sínar niðurstöður sendar í tölvupósti ásamt heildarniðurstöðum, greindum eftir aldri og kyni, fyrir landshlutann. Sjá  link á frétt á heimasíðu SÍBS  link á Facebook viðburð    Mælingarnar eru öllum opnar og ókeypis.