Heilbrigðseftirlit Suðurlands kynnir átakið Hreint Suðurland sem er hreinsunarátak miðað að lóðum og lendum í umdæminu.

Fréttir 02.07.2019
Átakið er áskorun til lóðarhafa, íbúa og landeigenda á Suðurlandi, að þeir gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum, allt það sem getur valdið ónæði, mengun eða lýti á umhverfinu. Jafnframt verður hægt að krefjast lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum ef nauðsynlegt þykir, auk þess sem heimilt er að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök og sambærilega hluti að undangenginni viðvörun á kostnað eigenda   Hér er slóð varðandi átakið. https://www.hsl.is/static/files/eldra/2019/05/Lodahreinsanir_og_numerslausar_bifreidar.pdf