Handverks og sögusýning
Fréttir
24.02.2010
Iðufelli, Laugarási
Hótel Hvítá
Um Hvítasunnuhelgina 21.- 24. maí verður haldin umfangsmikil handverks- og sögusýning á Hótel Hvítá. Á sýningunni verður eins og nafnið gefur til kynna ýmis konar handverk ásamt sýningu á gömlum munum.
Handverksfólki gefst nú kostur á að bóka bás til að sýna og selja vörur sínar.
Opnunartímar sýningarinnar verður sem hér segir.
Sýningin opnar föstudaginn 21. maí kl. 15:00 - kl. 20:00.
Laugardag, sunnudag og mánudag er opið kl. 12:00 - 19:00.
Athugið að þetta er sölusýning og kjörinn vettvangur fyrir allt handverksfólk að koma saman og selja vöru sína. Áhugasamir hafi samband við Snæbjörn Magnússon, á Hótel Hvítá sími 486 1300, netfang hotelhvita@simnet.is
Sjá nánari upplýsingar og teikningar af sýningarsvæði á http://hotelhvita.123.is