Grúví gospel og dásamleg dægurlög

Fréttir 19.11.2007
Mánudaginn 19. nóv. nk. munu tveir kórar halda tónleika í Þorlákskirkju.  Um er að ræða Uppsveitasystur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar og Gospelkór Tónsmiðjunnar undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur.  Undirleikur verður í umsjón Djassbands Suðurlands.  Uppsveitasystur eru nú á öðru starfsári sínu og er Stefán stjórnandi þeirra tímabundið en aðalstjórnandi þeirra er Magnea Gunnarsdóttir.  Gospelkór Tónsmiðjunnar var stofnaður í haust og kemur nú fram í fyrsta sinn.  Djassband Suðurlands hefur verið starfandi frá því 2005 og er skipað Róberti Dan Bergmundssyni, bassaleikara frá Þorlákshöfn, Stefáni Ingimar Þórhallssyni, trommuleikara frá Laugalandi, Stefáni Þorleifssyni, píanóleikara frá Selfossi og Trausta Erni Einarssyni, gítarleikara úr Reykjavík
Efnisvalið er blanda af grúví gospeli og dásamlegum dægurlögum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis.