Grunnskóli Bláskógabyggðar auglýsir tvær stöður deildastjóra lausar til umsóknar
Fréttir
16.05.2012
Grunnskóli Bláskógabyggðar verður í haust um 150 barna leik- og grunnskóli. Starfsstöðvar eru tvær grunnskóli í Reykholti og grunn- og leikskóli á Laugarvatni.
Deildastjórarnir skipa stjórnendateymi skólans ásamt skólastjóra sem starfar á báðum starfsstöðvum. Hlutverk deildarstjóra er sviðsstjórn á hvorum stað. Laugarvatn 75% stjórnunarhlutfall og 50% stjórnunarhlutfall í Reykholti. Hlutfall stjórnunar verður endurskoðað eftir ár.
Starfssvið deildarstjóra
- Deildarstjóri er hluti af stjórnendateymi skólans
- Deildarstjóri heldur utan um daglegt starf á sinni starfsstöð
- Framfylgja nýsamþykktri skólastefnu Bláskógabyggðar
- Fagleg forysta
- Stuðla að framþróun í skólastarfi, þar er sameining leik og grunnskóla á Laugarvatni stór þáttur
- Leiða samstarf starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins
- Annar deildarstjórinn verður staðgengill skólastjóra
Menntunar og hæfniskröfur
- Grunnskólakennaramenntun skilyrði og leikskólakennaramenntun æskileg
- Menntun og/eða reynsla af stjórnun æskileg
- Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð
- Góð hæfni í samskiptum
- Stjórnunar og leiðtogahæfni
- Metnaður og einlægur áhugi á skólastarfi
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2012
Frekari upplýsingar veitir Hrund Harðardóttir skólastjóri hrund@grbla.is s- 4868830/8616609
Heimasíða skólans er www.blaskogabyggd.is/skoli