Græni hringurinn
Fréttir
25.06.2009
Í sumar verður boðið upp á gönguferðir með leiðsögn í Reykholti. Gengið milli garðyrkjustöðva og litið inn í gróðurhús þar sem fræðst er um fjölbreytta ræktun. Einnig fróðleiksmolar um Reykholt fyrr og nú. Gönguferðin hefst á Friðheimum, þaðan er gengið að Kvistum , Espiflöt og Birkihlið.
Friðheimar; garðyrkjustöð með tómataræktun, plómu- og konfekttómatar
einnig hestamiðstöð með sögusýningar um íslenska hestinn o.fl.
Kvistar; garðyrkjustöð með tré og runna, ásamt ræktun skógarplantna,
Espiflöt ; garðyrkjustöð með fjölbreytta blómaræktun, afskorin blóm
Birkihlíð; garðyrkjustöð með sumarblóm og runna
Kaffi-Klettur býður göngumönnum sértilboð á hádegisverði;
súpa og brauð á kr. 800 og súpa, brauð og pastasalat á kr. 1100.
Hægt að bóka hestasýningu á Friðheimum eftir gönguna !
Gengið er þriðjudaga kl. 10:30 og tekur gangan um 2 klst.
Leiðsögumaður Margrét Annie, ferðaráðgjafi
verð kr. 1.500 per mann, frítt fyrir börn undir 12 ára
Göngudagar 30. júní, 7. júlí og 14. júlí
Hægt er að bóka á öðrum tímum fyrir hópa sími 691 3661
Mæting við Kaffi-Klett