Gönguferðir Hreystihóps Kvenfélags Biskupstungna sumarið 2009
Fréttir
10.06.2009
Eftirfarandi ferðir eru ákveðnar. Alltaf er gengið á þriðjudögum og alltaf lagt af stað kl. 20:30
Endilega takið með ykkur nesti.
23/6 Mosfell, hittumst við kirkjuna
7/7 Miðhúsaskógur, gengið þaðan og að Kálfárfossum. Þrúða verður göngustjóri og leiðir okkur um heimahagana.
21/7 Að gömlu Tungnaréttunum, lagt af stað frá gömlu Tungufljótsbrúnni
4/8 Miðfell, hittumst við Réttina í Úthlíð kl 20:15 sameinumst þar í bíla og ekið efst í sumarbústaðahverfið austanvert
18/8 Fellskot- Tungnaréttir, með fram Tungufljóti. Nánar auglýst er nær dregur
ALLIR VELKOMNIR, KONUR OG KARLAR
Kvenfélag Biskupstungna