Fyrsta fasa við gerð Áfangastaðaáætlunar Suðurlands lokið
Fréttir
01.06.2018
Áfangastaðaáætlun Suðurlands er unnin með því markmiði að sameina hagaðila í ferðaþjónustu, móta framtíðarsýn fyrir svæðið í heild sinni og stefnu til að ná henni. Áfangastaðaáætlun er tækifæri fyrir sveitarfélög, ferðamálasamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila í ferðaþjónustu til að fara fram sameiginlega og í samstarfi til næstu ára og byggja þannig ofan á þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð áfangastaðaáætlunar.
Markmið með áætluninni: Draga fram sameiginlega sýn sem sunnlendingar og aðrir sem starfa í ferðaþjónustu á Suðurlandi geta stefnt að og verið stolt af.
Unnið var með fjölbreyttum hópi hagaðila og var nýtt sú svæðaskipting sem dregin var fram í Markaðsgreiningu Suðurlands árið 2016. Suðurlandi var þá skipt upp í:
- Vestursvæði:
- Ölfus, Sveitarfélagið Árborg, Hveragerði, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahrepp og Rangárþing ytra
- Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar:
- Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjabær
- Ríki Vatnajökuls
- Sveitarfélagið Hornafjörður