Fyrirlestur á Hótel Heklu sunnudaginn 18. apríl kl 13.00

Fréttir 14.04.2010
Fyrirlestur á Hótel Heklu um klæðnað og búningagerð, sunnudaginn 18. apríl kl. 13:00. Hverju klæddust hetjurnar til forna og fjölskyldur þeirra. Gaukur á Stöng, Þuríður á Steinastöðum, Gunnar á Hlíðarenda, Hallgerður og aðrar sögupersónur. Nú gefst einstakt tækifæri til að fræðast á fyrirlestri Kristínu Berman á Hótel Heklu sunnudaginn 18. apríl kl. 13:00 Kristina Berman mun fjalla um endurgerð fatnaðar og miðla upplýsingum um föt, fatasnið, efni, liti, mismun á klæðnaði eftir stéttum o.s.frv. Eftir fyrirlesturinn verða allar upplýsingarnar aðgengilegar þeim fundarmönnum sem hafa áhuga á að vinna klæðnað. Kristína er með BA-gráðu úr textíldeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur um árabil starfað við búningagerð og textilvinnu og annast hönnun og uppsetningu leikmynda og búninga í fjölda leiksýninga. Einnig sniðagerð, textíl-og saumavinnu fyrir Sögusafnið í Perlunni og söfn í Noregi og Færeyjum. Áhugasamir vinsamlegast skrái þátttöku: Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu asborg@ismennt.is sími 898 1957, Þuríður H. Aradóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings Eystra thuri@hvolsvollur.is sími 899 3696