Fundarboð 357. fundar sveitarstjórnar

Fréttir 02.04.2024

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar 357

Fundarboð

357. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldin í Aratungu, Reykholti, miðvikudaginn 3. apríl 2024 og heftst kl 9:00

Dagskrá

Fundargerðir til staðfestingar

1.

2401024 - Fundargerð skipulagsnefndar

 

-liður 20 og 21 á 276. fundi

 

   

2.

2401024 - Fundargerð skipulagsnefndar

 

277. fundur haldinn 27.03.2024

 

   

3.

2401006 - Fundargerð æskulýðsnefndar

 

15. fundur haldinn 19.03.2024

 

   

Fundargerðir til kynningar

4.

2312009 - Forvarnastefna - starfshópur

 

3. fundur haldinn 19.03.2024, ásamt samningi við Podium um vinnslu forvarnastefnu

 

   

5.

2401019 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

964. fundur haldinn 15.03.2024

 

   

6.

2401025 - Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

 

201. fundur haldinn 20.03.2024

 

   

7.

2401023 - Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs

 

106. fundur haldinn 13.03.2024

 

   

Almenn mál

8.

2403036 - Samþykktir UTU

 

Uppfærðar samþykktir UTU, 1. umræða.

 

   

9.

2401061 - Borgarrimi gatnagerð 3. áfangi (lóðir 16-22)

 

Tilboð í verkið Borgarrimi, 3. áfangi

 

   

10.

2403037 - Styrkumsókn vegna fasteignagjalda af hvíldarheimili Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

 

Erindi framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, dags. 19.03.2024, þar sem þess er farið á leit að fasteignagjöld af fasteign félagsins við Dynjandisveg 28, fastanr. 236-7772, fyrir árið 2024 verði felld niður eða lækkuð, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

 

   

11.

2403040 - Fundir sveitarstjórnar með stjórnendum

 

Lára B. Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla, kemur inn á fundinn.
Beiðni um heimild til að auglýsa stöðu deildarstjóra.

 

   

12.

2304005 - Lóð við Einbúa Laugarvatni

 

Beiðni Ganghjóls ehf, dags. 19.03.2024, um heimild til að færa lóðarúthlutun vegna lóðar við Einbúa á nafn LGK ehf.

 

   

Almenn mál - umsagnir og vísanir

13.

2403035 - Endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlanir (rammaáætlun)

 

Tilkynning starfshóps á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 20.03.2024, sem ætlað er að endurskoða frá grunni lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 um að áformaskjal um lagasetningu hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

 

   

14.

2403041 - Frumvarp til laga um málefni aldraðra 143. mál

 

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.03.2024, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni aldraðra, 143. mál. Umsagnarfrestur er til og með 8. apríl n.k.

 

   

Mál til kynningar

15.

2403029 - Slökkvitækjaþjónusta í dreifbýli

 

Upplýsingar frá Brunavörnum Árnessýslu, dags. 13.03.2024, um slökkvitækjaþjónustu í dreifbýli.

 

   

16.

2403034 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2024

 

Boð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands, sem haldinn verður 23. apríl n.k. Tilnefning fulltrúa.

 

   

17.

2302015 - Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum

 

Niðurstöður vinnuhóps um almenningssamráð, dags. 21.03.2024.

 

   

18.

2403038 - Verkefnið Atvinnubrú, efling og styrking háskólamenntunar á Suðurlandi

 

Kynning Háskólafélags Suðurlands, dags. 18.03.2023, á verkefninu Atvinnubrú sem er eitt af áhersluverkefnum SASS.
Verkefnið á að efla og styrkja stöðu háskólamenntunar í landshlutanum og er það gert með því að skapa samstarfsvettvang með ólíkum aðilum víðsvegar úr atvinnulífinu.
Boðsbréf um þátttöku í verkefninu.

 

   

19.

2403042 - Styrkir úr Norræna jafnréttissjóðnum

 

Tilkynning forsætisráðuneytisins, dags. 25.03.2024, þar sem athygli er vakin á því að opið er fyrir umsóknir í Norræna jafnréttissjóðinn.

31.3.2024

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri