Frumkvöðladagur Uppsveitanna
Fréttir
24.02.2015
Verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00.
Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu og markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu.
Frá hugmynd til framkvæmdar - hugað verður að því hvernig er að hefja atvinnurekstur eða þróa. Stoðkerfið verður kynnt, styrkjamöguleikar og reynslusögum deilt. Í lok fundarins hafa áhugasamir tækifæri til að viðra hugmyndir sínar við ráðgjafa. Fyrirhugað er að fá á fundinn fulltrúa úr stoðkerfinu s.s. Nýsköpunarmiðstöð, Atvinnuráðgjöf SASS og Frumkvöðlasetri.
Staðsetning fundarins er á Cafe Mika í Reykholti.
Nánari upplýsingar verða gefnar út síðar á heimasíðum sveitarfélaganna og í dreifibréfi.
Einnig má hafa sambandi við ferðamálafulltrúa asborg@ismennt.is
Óskað verður eftir skráningu þátttakenda.
Allir áhugasamir velkomnir.
Ferðamálaráð Uppsveita Árnessýslu