Friðun Geysis

Fréttir 24.01.2020
Tillaga að friðlýsingu Geysis hefur verið lögð fram og er frestur til að gera athugasemdir til 23. apríl 2020. Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að friðlýsingu Geysissvæðisins og nágrennis í Bláskógabyggð innan marka jarðarinnar Laugar sem náttúruvættis í samræmi við ákvæði 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Bláskógabyggðar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Nálgast má tillöguna í heild sinni á vef Umhverfisstofnunar, https://ust.is/?/fridlysingar-i-kyn?/geysir-i-blaskogabyggd/