Frestun fasteignagjalda hjá rekstraraðilum

Fréttir 30.03.2020
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að eindögum fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní hjá rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19 verði frestað þannig að gjöld fyrir þessa fjóra mánuði komi til greiðslu síðar. Við mat á því hvort um verulegt tekjutap sé að ræða sé horft til þeirra skilgreininga sem ríkið mun beita við slíkar ákvarðanir. Á næstu þremur mánuðum verði metið hvort gera þurfi frekari breytingar og einnig verði á þeim tíma ákveðið með hvaða hætti fyrirtækin geta greitt hina frestuðu gjalddaga. Umsókn um frestun skal eiga sér stað í gegnum þar til gerða þjónustugátt. Sveitarstjórn hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórn til að vinna í sameiningu hratt og vel að gerð þjónustugáttar svo fyrirtækin þurfi einungis að sækja um frestun gjalda á einum stað, sama hvort um er að ræða gjöld til ríkis eða sveitarfélaga. Greiðsluseðlar vegna apríl 2020 verða sendir út með hefðbundnum hætti. Rekstraraðilar sem telja rekstur sinn falla undir skilyrði um verulegt tekjutap þurfa að sækja um á vefgátt ríkisstjórnarinnar um leið og það stendur til boða. Eindagi á fasteignagjöldum í mars verður færður til 30. apríl þar sem umrædd vefgátt er ekki tilbúin.