Framlagning kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010
Fréttir
19.05.2010
Kjörskrá, vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí n.k., liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma. Almennur skrifstofutími er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá kl. 8:30 til 12:30. Kjörskráin mun liggja frammi til kl. 12:30 föstudaginn 28. maí 2010.
Í lögum um kosningar til sveitarstjórnar segir m.a:
Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.
Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist þjóðskrá fyrir þann tíma er greinir í 5. gr. (þ.e. 8. maí 2010)
Sveitarstjórn skal enn fremur fram á kjördag leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát eða um að einhver hafi öðlast, eftir atvikum misst, íslenskt, danskt, finnskt, norskt eða sænskt ríkisfang.
Sveitarstóri Bláskógabyggðar