Framlagning kjörskrár vegna stjórnalagaþings þann 27. nóvember 2010
Fréttir
19.11.2010
Framlagning kjörskrár
vegna kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember 2010
Kjörskrá, vegna kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember 2010, liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma. Almennur skrifstofutími er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá kl. 8:30 til 12:30. Kjörskráin mun liggja frammi til kl. 12:30 föstudaginn 26. nóvember 2010.
Sveitarstóri Bláskógabyggðar
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar með því að skrá eftirfarandi slóðhttp://www.kosning.is/kjosendur/fletta-i-kjorskra/ og fá upplýsingar um hvar viðkomandi er á kjörskrá.