Fréttir
02.05.2007
Framlagning kjörskrár fyrir Bláskógabyggð vegna alþingiskosninga 12. maí 2007
Skv. 26. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 auglýsir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að kjörskrárstofn vegna alþingiskosninga þann 12. maí verður lögð fram þann 2. maí 2007 á skrifstofu Bláskógabyggðar í Reykholti.
Kjörskráin mun liggja frammi á almennum opnunartíma skrifstofunnar til kjördags, þ.e. frá kl. 8:30 til 16:00 virka daga, nema föstudaga frá kl. 8:30 til 12:30.
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar.