Forseti Íslands og forsetafrú. Opinber heimsókn í Bláskógabyggð, 9. júní 2017 ? 15 ára afmæli Bláskógabyggðar.
Fréttir
08.06.2017
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid, forsetafrú, koma í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð föstudaginn 9. júní n.k. Heimsókn forsetahjónanna er í tilefni af 15 ára afmælis Bláskógabyggðar. Forsetahjónin munu fara vítt og breitt um sveitarfélagið, þau munu m.a. koma við á Þingvöllum, Laugarvatni, Laugarrási og Reykholti. Þá munu þau heimsækja Laugarvatnshella og kúabú.
Á þessum tímamótum mun Bláskógabyggð skrifa undir samning um Heilsueflandi samfélag við Embætti landlæknis. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, mun mæta í Heilsugæsluna í Laugarási þar sem undirritunin fer fram og ávarpa samkomuna.
Heimsókn forsetahjónanna mun ljúka í félagsheimilinu Aratungu en þar verður opið hús fyrir íbúa og gesti frá kl. 16:00-18:00.
Dagskrá:
- Selbrúnir (rétt við afleggjara að Grafningsvegi), 8:45
- Þingvellir, 9:00-9:30
- Laugarvatnshellar, 9:50-10:10
- Laugarvatn, 10:30-11:30
- Hjálmsstaðir, 13:00-13:20
- Heilsugæslan í Laugarási, 13:50-14:50
- Friðheimar, 15:00-15:30
- Aratunga, 16:00-18:00