Fornleifar í Skálholti ? málþing 2. maí 2016
Fréttir
26.04.2016
Skálholtsfélag hið nýja boðar til málþings um fornleifar í Skálholti mánudaginn 2. maí næstkomandi kl. 14.00 ? 16.30 í Skálholtsskóla.
Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, flytur inngangserindi. Ásta Hermannsdóttir, fornleifafræðingur á Minjastofnun fjallar um Verndaráætlun fyrir minjasvæðið í Skálholti, Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur á Fornleifastofnun Íslands fjallar um uppgraftarsvæðið sunnan kirkjunnar og hugmyndir um framhald uppgraftrar, og Bjarni Harðarson rithöfundur og sagnaþulur segir frá kennileitum sögulegra atburða í nágrenni Skálholts.
Allir velkomnir.