Formleg opnun móttökustöðvar seyru

Fréttir 26.08.2022
Í gær var formlega tekin í notkun móttökustöð fyrir seyru á Flúðum. Stöðin er í eigu sex sveitarfélaga sem standa saman að því verkefni að safna seyru úr rotþróm og verka hana þannig að hún nýtist sem áburður. Um metnaðarfullt verkefni er að ræða sem má rekja um áratug aftur í tímann og rýmar vel við markmið í umhverfis- og loftslagsmálum. Við opnunina var skilti með nafni stöðvarinnar, Seyrustaðir, afhjúpað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Á meðfylgjandi mynd má sjá stjórnarmenn í seyruverkefninu við skiltið.