Flokkun landbúnaðarlands - íbúafundur

Fréttir 02.12.2024
Fimmtudaginn 5. desember nk kl. 16:00 verður haldinn íbúafundur í Aratungu til kynningar á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Á fundinum verður skipulagslýsing vegna tillögunnar kynnt, sem er fyrsti fasi aðalskipulagsbreytingar.
Breytingin snýst um flokkun landbúnaðarlands og kortlagningu votlendissvæða og skipulagsskilmála þeirra svæða. Farið verður yfir aðferðafræði og forsendur fyrir flokkun lands.