Flokkun landbúnaðarlands
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum 18. nóvember sl skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til flokkunar landbúnaðarlands og skilgreiningar á hverfisvernd vegna votlendis innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn réði verkfræðistofuna Eflu ehf til stýra verkefninu og veita ráðgjöf, ásamt því að skipa vinnuhóp, en hann skipa Guðrún S. Magnúsdóttir, Helgi Kjartansson, Gróa Grímsdóttir, María Þórunn Jónsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson og Jón Þór Ragnarsson. Hægt er að skoða og koma á framfæri ábendingum við flokkunina í gegnum vefsjá verkefnisins.
Hér er slóð á skipulagslýsinguna.
Formlegum athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Skipulagsslýsingin er í kynningu frá 12. des. 2024 með athugasemdafresti til og með 3. janúar 2025. Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.