Flóð í Biskupstungum
Fréttir
20.12.2006
Miklir vatnavextir eru í ám í Biskupstungum eins og víðar. Vegurinn við nýrri brúna yfir Tungufljót hjá Krók er alveg horfinn undir vatn. Vatnið flæðir að brúarsporðinum og er bærinn Krókur umflotinn vatni.
Vegagerð ríkisins hefur lokað veginum um Brúarhlöð í Árnessýslu en vatn flæðir þar nú yfir veginn vegna vatnavaxta í Hvítá og er því vegurinn yfir hjá Brúarhlöðum lokaður.