Fjölskyldudagur á Laugarvatni 3. september 2011
Fréttir
31.08.2011
Íþróttir - Heilsa - Þjálfun - Vellíðan:
Laugardaginn 3. september frá kl 13.00 - 16.00 verður opinn dagur á Laugarvatni í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands en septembermánuður hefur verið helgaður Menntavísindasviði á afmælisárinu,en nánar er hægt að lesa um viðburðinn í viðburðadagatali skólans á www.hi.is. Smellið hér til að nálgast auglýsingu.
Laugvetningar taka á móti gestum og bjóða upp fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna með áherslu á hreyfingu og heilsu. Meðal þess sem verður á boðstólum er:
- Næringar- og heilsuráðgjöf
- Ratleikir, knattleikir og fleiri leikir
- Sundleikfimi í heilsulindinni Fontana
- Frjálsar íþróttir fyrir krakka
- Bátsferðir(ef veður leyfir)
- Gönguferðir með Mullersæfingum
- Stafagöngunámskeið á vegum ÍSÍ
- Ráðgjöf um útivistarbúnað
- Heilsumælingar
- Fyrirlestrar
- Háskólalestin með stjörnutjaldið og fleira
- Tveir fyrir einn í heilsulindina Fontana
- Tilboð á heilsuréttum á Lindinni - Bistro