Fjárhagsáætlun 2023

Fréttir 29.12.2022
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 á fundi sínum hinn 9. desember s.l. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
  • Rekstrarafgangur samstæðu (A- og B-hluti) er áætlaður 98,5 millj.kr.
  • Rekstrarafgangur A-hluta er áætlaður 106,5 millj.kr.
  • Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði, frístundahús, jarðir og útihús (A-flokkur) lækkar úr 0,50% í 0,48% til að koma til móts við hækkun fasteignamats.
  • Álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði er óbreytt, 1,50%.
  • Gjaldskrár hækka almennt um 5%, sem er undir verðlagsþróun, en verðbólga ársins mælist yfir 9%
  • Frístundastyrkur barna- og ungmenna verður 50.000 kr.
  • Skólamáltíðir grunn- og leikskólabarna verða áfram gjaldfrjálsar
  • Fjárfesting í innviðum verður fyrir 470 millj.kr. nettó
  • Lóðaframboð verður tryggt með áframhaldandi gatnagerð
  • Áfram verður haldið endurnýjun eldri gatna og gerð göngustíga og gangstétta
  • Skrifstofuhúsnæði verður byggt fyrir UTU á Laugarvatni og eldra hús selt
  • Dælustöð fyrir Bláskógaveitu verður byggð á Laugarvatni
  • Ráðist verður í orkuöflun fyrir Bláskógaveitu
  • Hreinsistöð fráveitu verður sett niður í Reykholti
  • Áfram verður haldið endurnýjun fráveitu á Laugarvatni
  • Gervigrasvöllur á Laugarvatni verður endurnýjaður
  • Viðhaldsverkefnum verður sinnt við ýmsar fasteignir sveitarfélagsins
  • Lokahönd verður lögð á hönnun sundlaugarsvæðis í Reykholti og útboð undirbúið
  • Skuldaviðmið er áætlað 81,6% í lok ársins 2023, leyfilegt hámark er 150%
  • Greidd verða niður lán fyrir 151,8 millj.kr. og tekin ný lán fyrir 311 millj.kr.
Fjárhagsáætlun er birt í heild sinni á vef sveitarfélagsins.