Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 greinagerð

Fréttir 17.12.2020
Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hinn 10. desember s.l. var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins samþykkt. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að afgangur af rekstir verði um 3,3 milljónir króna, sem er minna en verið hefur síðustu ár. Óvissa er talsverð um þróun útsvarstekna vegna áhrifa covid-19. Rekstrargjöld eru svipuð og síðustu ár, að teknu tilliti til kjarasamningsbudninna launahækkana og hækkunar á ýmsum aðföngum. Áætlað er að ráðast í fjárfestingar vegna ýmissa verkefna fyrir alls 223 milljónir króna, bæði innan eignasjóðs, fráveitu, vatnsveitu, Bláskógaveitu og Bláskógaljóss. Gjaldskrá hækka almennt um 2,8%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts er óbreytt á milli ára. Nánar má lesa um forsendur áætlunarinnar í fylgiskjali, auk þess sem áætlunin í heild sinni er birt á heimasíðu sveitarfélagsins.  Smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast greinagerð Greinargerð