Firmakeppni Loga 2007
Fréttir
27.06.2007
Firmakeppni Loga 2007.
Firmakeppni Loga var haldin að Hrísholti laugardaginn 23 júní. Þátttaka var með eindæmum góð alls skráðu sig 56 manns og hestar til leiks. Þar af voru 13 í pollaflokki, 20 í barnaflokki, 7 í unglingaflokki, 11 í kvennaflokki og 5 í karlaflokki. Veður var vindasamt en það kom ekki að sök og lauk deginum með grillveislu. Það er orðin venja að halda í vikunni fyrir firmakeppni reiðnámskeið og var fenginn að þessu sinn Ísleifur Jónasson frá Kálfholti.
Firmasöfnun gekk vel og kunnum við öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn. Þá vill firmakeppnisnefnd þakka öllum sem komu að mótinu, dómurum, kynni og vallarnefnd fyrir sín störf.
Úrslit firmakeppni er sem hér segir:
Karlaflokkur:
- Tjaldstæði Faxa.
- Þrúða Miðhúsum.
- Brekkuheiði.
- Garðyrkjustöðin Lambaflöt.
- Gufuhlíð.
- Gistiheimilið Húsið.
- Búnaðarfélag Biskupstungna.
- Bisk-Verk.
- Slakki
- Gistiheimilið Gilbrún.
- Espiflöt ehf.
- Magnús Kristinsson.
- Lambadalur.
- Múlaskógar.
- Sauðhúsabúið Miðhúsum.
- Elínborg(Marta)
- Tumi.
- Meike Witt og Ralf Duerhoet