Félög á Suðurland
Fréttir
26.11.2008
Hvernig félagslíf er í boði á Suðurlandi?
Nú er unnið að gerð gagnagrunns um hvers kyns félags- og menningarstarf sem er í boði á Suðurlandi og opið er öllum almenningi. Stjórnir félagasamtaka eru hvattar til að senda eftirtaldar upplýsingar fyrir 7. desember til skráningar í gagnagrunninn á netfangið glugginn@sudurglugginn.is :
? Heiti félagsskapar ? Stutt lýsing á starfssemi ? Starfssvæði ? Fundarstaður og tími ? Heimasíða og/eða veffang umsjónaraðila ? Símanúmer tengiliðar
Tekið skal fram að skráning í gagnagrunninn er félögum að kostnaðarlausu!
Nú er tækifæri til að vekja athygli á því sem er í boði, hvort sem það eru; kórar - leikfélög - ungmennafélög - íþróttafélög - skákfélög - gönguklúbbar - kvenfélög - kirkjustarf - skotveiðifélög - listaklúbbar - sögufélög - styrktarfélög - bókmenntafélög - búnaðarfélög - danshópar - tónlistarfélög - hjónaklúbbar - málfundafélög - fornbílafélag ? ferðafélög ... eða eitthvað annað sem er í boði.
Gert er ráð fyrir að gagnagrunnurinn verði þýddur á ensku og á þriðja mál. Listinn verður vistaður rafrænt á vegum opinbers aðila á Suðurlandi og þar með aðgengilegur fyrir almenning.
Gagnagrunnurinn mun ná til félagsstarfs í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og í Vestmannaeyjum.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands.