Deildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir 14. - 22. nóvember.

Fréttir 09.11.2016
Þetta er tónleikaröð þar sem fram koma allar hljómsveitir og samspilshópar tónlistarskólans auk smærri hópa og einleikara/einsöngvara. Dagskrá deildartónleikanna er fjölbreytt og metnaðarfull og gefst Sunnlendingum einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi tónlistarskólans með því að mæta á tónleikaröðina.   Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.   Tónleikar fara fram sem hér segir:   Blásara- og slagverksdeildartónleikar mánud. 14. nóv. kl. 18:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi.   Blokkflautudeildartónleikar þriðjud. 15. nóv. kl. 18:00 í sal skólans, Eyravegi 9 Selfossi.   Strengjadeildartónleikar miðvikud. 16. nóv. kl. 18:00 í Selfosskirkju.   Gítardeildartónleikar fimmtud. 17. nóv. kl. 18:00 í Flugsafninu Selfossflugvelli.   Rytmískir deildartónleikar föstud. 18. nóv. kl. 18:00 í sal skólans, Eyravegi 9 Selfossi.   Píanódeildartónleikar mánud. 21. nóv. kl. 18:00 í sal skólans, Eyravegi 9 Selfossi.   Söngdeildartónleikar þriðjud. 22. nóv. kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju.