Brúarvirkjun var vígð um helgina

Fréttir 26.09.2022
Brúarvirkjun í Bláskógabyggð var vígð sl laugardag. Virkjunin er rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts með uppsett afl upp á 9,9 megawött. Áætluð raforkuframleiðsla á ári er 82,5 gígavattstundir. Háspennustrengur liggur frá virkjuninni, sem er í landi jaðarinnar Brúar, til Reykholts og jókst afhendingaröryggi raforku á svæðinu við þessa framkvæmd. Um tvö ár eru síðan virkjunin var tekin í notkun. Bláskógabyggð óskar eigendum virkjunarinnar, sem og eigendum jarðarinnar Brúar, til hamingju með framkvæmdina.