Breytt tíðni sorphirðu

Fréttir 16.12.2024

Um áramótin verður breyting á tíðni sorphirðu í Bláskógabyggð. Breytingin felur það í sér að öll sorpílát við íbúðarhús verða losuð á fjögurra vikna fresti, en fyrirkomulagið hefur verið þannig að ílát fyrir blandaðan úrgang (gráa tunnan) og lífrænan úrgang hafa verið losuð á 3ja vikna fresti, en ílát fyrir pappír og plast á 6 vikna fresti. Nýtt sorphirðudagatal mun liggja fyrir innan skamms og verða kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Klippikort verða afhent á gámasvæðum eftir áramótin líkt og síðustu ár.
Um áramótin verður breyting á gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs og hækkar gjald fyrir ílát fyrir blandaðan úrgang og gjald fyrir fastan kostnað og rekstur gámastöðva. Gjald fyrir endurvinnslutunnur (lífrænn úrgangur, pappír og plast) verður óbreytt á milli ára. Framlög úr Úrvinnslusjóði koma til niðurgreiðslu kostnaðar við söfnun á pappír og plasti og var því ákveðið að hækka ekki gjald fyrir endurvinnanlegan og lífrænan úrgang. Nauðsynlegt er að bæta flokkun til að koma í veg fyrir að endurvinnanlegur úrgangur skili sér í gráu tunnuna. Með breyttri tíðni sorphirðu er vonast til þess að flokkun verði betri þar sem minni líkur eru á að ílát fyrir pappír og plast yfirfyllist.