Breyting á þjónustu vegna COVID-19

Fréttir 13.01.2021
 
  1. janúar 2021
Takmarkanir á starfsemi Bláskógabyggðar taka mið af auglýsingu ráðherra sem gildir frá miðnætti 13. janúar 2021. Eftirfarandi mun þá gilda varðandi starfsemi Bláskógabyggðar og þjónustu sveitarfélagsins vegna COVID-19. Skrifstofa: Skrifstofa sveitarfélagsins er með hefðbundinn afgreiðslutíma. Gætt skal að því að virða fjöldatakmarkanir (20 manns) og fjarlægðarmörk (2ja metra reglu) og minnt á grímuskyldu. Hvatt er til þess að hafa samband við skrifstofuna með tölvupósti eða í gegnum síma, fremur en að koma á staðinn.   Bláskógaveita: Starfsemi er hefðbundin að öðru leyti en því að starfsmenn sinna ekki álestrum inni á heimilum. Gætt skal að því að virða fjarlægðarmörk (2ja metra reglu).   Bókasafn: Bókasafnið í Bláskógaskóla, Reykholti, er lokað á skólatíma, en opið á hefðbundnum opnunartíma utan skólatíma. Bókasafn Menntaskólans á Laugarvatni er lokað.   Félagsheimilið Aratunga: Lokað er fyrir útleigu á Aratungu.   Félagsmiðstöð: Félagsmiðstöðin Zetor kynnir fyrirkomulag á sinni starfsemi sérstaklega.   Gámasvæði: Afgreiðslutími er hefðbundinn. Gætt skal að því að virða fjarlægðarmörk og vera með grímu ef ekki er unnt að virða 2ja metra reglu. Regla um fjöldatakmarkanir (20 manns) gildir á gámasvæðum.   Íþróttamiðstöðvarnar í Reykholti og á Laugarvatni: Sundlaugar og íþróttahús eru opin. Gestafjöldi í sundlaugum má vera helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta skv. starfsleyfi. Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar. Fylgja skal reglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um sóttvarnir og framkvæmd æfinga. Líkamsrækt er enn lokuð vegna þeirra takmarkana sem gilda skv. reglugerð og leiðbeiningum sóttvarnalæknis.   Mötuneyti Aratungu: Lokað er fyrir aðgang kostgangara að mötuneyti og gildir það einnig um gesti á stofnunum sveitarfélagsins. Eldri borgarar hafa aðgang að mötuneyti frá og með föstudeginum 15. janúar, gæta skal að fjöldatakmörkunum (20 manns) og 2ja metra reglu. Mötuneyti starfar með hefðbundnum hætti fyrir grunn- og leikskóla.   Matur fyrir eldri borgara á Laugarvatni: Enn sem komið er geta eldri borgarar á Laugarvatni ekki komið í mötuneyti ML, þar sem ýmsar takmarkanir gilda.   Skólastarf í Bláskógabyggð: Leikskólar starfa með hefðbundnum hætti þar sem takmarkanir á samkomuhaldi gilda ekki fyrir börn fædd 2015 og síðar. Takmarkanir gilda hvað varðar starfsfólk og foreldra. Skólastjórnendur grunnskóla hafa kynnt starfsemi skólanna til samræmis við reglur sem tóku gildi í byrjun janúar.   Velferðarþjónusta Árnesþings Þjónusta er veitt gegnum síma og tölvupóst eða fjarfundabúnað þegar við á. Barnavernd - Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 483-4000. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust. Heimaþjónusta ? sími 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur ? vinsamlega hringið í 480-1180 eða sendið tölvupóst á netfangið eyrun@olfus.is Málefni fatlaðs fólks - áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 480-1180 og netfang eyrun@olfus.is eða ragnheidur@arnesthing.is   Almennt um stofnanir sveitarfélagsins: Leitast verður við að hafa fjarfundi í stað funda á staðnum. Takmarka skal eins og hægt er ferðir starfsmanna á milli stofnana, en þar sem það er nauðsynlegt verði grímuskylda (dæmi starfsmaður sem sækir mat í mötuneyti, starfsmaður sem sinnir nauðsynlegu viðhaldi o.þ.h.). Heimsóknum utanaðkomandi aðila (s.s. eftirlit, viðhald, þjónusta) verður frestað ef unnt er, en ef nauðsynlegt reynist að fá utanaðkomandi aðila inn á stofnun þá er grímuskylda og skal þess gætt að viðkomandi aðili hitti sem fæsta starfsmenn, nemendur eða aðra notendur þjónustu. Í þeim tilvikum þar sem verktakar sinna ræstingum utan opnunartíma er ekki grímuskylda.