Breyting á þjónustu vegna COVID-19

Fréttir 14.08.2020
 
  1. ágúst 2020
Takmarkanir á starfsemi Bláskógabyggðar taka mið af auglýsingu ráðherra sem tekur gildi 14. ágúst 2020. Eftirfarandi breytingar gilda nú hvað varðar starfsemi Bláskógabyggðar og þjónustu sveitarfélagsins vegna COVID-19. Skrifstofa: Skrifstofa sveitarfélagsins er með hefðbundinn afgreiðslutíma. Gætt skal að því að virða 2ja metra reglu.   Bláskógaveita: Starfsemi er hefðbundin. Gætt skal að því að virða 2ja metra reglu.   Félagsheimilið Aratunga: Opið er fyrir útleigu á Aratungu, enda verði farið eftir reglum um hámarksfjölda einstaklinga sem koma saman og gætt að 2ja metra reglu.   Gámasvæði: Afgreiðslutími er hefðbundinn. Óheimilt er að skila flokkuðum endurvinnsluúrgangi frá heimilum sem eru í sóttkví eða eingangrun á gámasvæði. Allur úrgangur frá heimilum í sóttkví eða einangrun skal fara í óflokkað sorp (almennan úrgang).   Íþróttamiðstöðvarnar í Reykholti og á Laugarvatni: Sundlaugar og íþróttahús eru opin, en sérstakar takmarkanir gilda um gestafjölda skv. auglýsingu ráðherra, auk þess sem gæta skal að 2ja metra reglu. Líkamsrækt er opin, en gestafjöldi takmarkaður eftir stærð aðstöðu, 5 á Laugarvatni og 3 í Reykholti. Gæta skal að 2ja metra reglu og þrífa áhöld og tæki eftir hvern notanda. Íþróttaæfingar geta hafist að nýju 14. ágúst, með þeim takmörkunum sem tilkynntar hafa verið. Starfsemi nuddara og sjúkraþjálfara í íþróttahúsum Bláskógabyggðar er heimiluð, en grímuskylda í gildi.   Mötuneyti Aratungu: Lokað er fyrir aðgang kostgangara að mötuneyti. Eldri borgarar hafa aðgang að mötuneyti, virða skal 2ja metra reglu. Frá og með því að grunnskóli hefst (24. ágúst) mæta eldri borgarar ekki í mötuneyti fyrr en kl. 12:00 til að forðast samgang við nemendur og starfsfólk grunnskóla. Mötuneyti starfar með hefðbundnum hætti fyrir grunn- og leikskóla frá skólabyrjun. Starfsmenn skrifstofu hafa aðgengi að mötuneytinu.   Matur fyrir eldri borgara á Laugarvatni: Enn sem komið er geta eldri borgarar á Laugarvatni ekki komið í mötuneyti ML, þar sem ýmsar takmarkanir gilda. Eldri borgarar á Laugarvatni eru að sjálfsögðu velkomnir í mat í Aratungu.   Skólastarf í Bláskógabyggð: Grunn- og leikskólar starfa með hefðbundnum hætti þar sem takmarkanir á samkomuhaldi voru felldar niður hvað varðar nemendur í maí s.l. Takmarkanir gilda enn hvað varðar starfsfólk og foreldra. Skólastjórnendur munu kynna fyrirkomulag á skólasetningu.   Velferðarþjónusta Árnesþings ? afgreiðsla meðan samkomubann stendur yfir: Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir. Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust. Heimaþjónusta ? síma 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur ? vinsamlega hringið í 483-4000 eða sendið tölvupóst á netfangið sigurjon@arnesthing.is Málefni fatlaðs fólks - áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000, netfang arna@arnesthing.is Unnið er eftir forgangslista varðandi heimaþjónustu. Notendur heimaþjónustu frá tilkynningar frá heimaþjónustunni varðandi fyrirkomulag.