Breyting á þjónustu vegna COVID-19

Fréttir 15.05.2020
  1. maí 2020
Nokkuð hefur verið slakað á samkomubanni, einkum hvað varðar starfsemi leik- og grunnskóla. Eftirfarandi breytingar gilda nú hvað varðar starfsemi Bláskógabyggðar og þjónustu sveitarfélagsins vegna COVID-19 og takmarkana á samkomuhaldi. Skrifstofa: Skrifstofa sveitarfélagsins er með hefðbundinn afgreiðslutíma.   Bláskógaveita: Starfsemin er með hefðbundnum hætti.   Bókasafn: Bókasafn Bláskógabyggðar í Bláskógaskóla verður með hefðbundinn afgreiðslutíma. Bókasafn Menntaskólans á Laugarvatni er lokað, tilkynning um möguleika á útlánum verður birt á facebook.   Félagsheimilið Aratunga: Opið er fyrir útleigu á Aratungu, enda sé farið eftir almennum reglum um takmarkanir á samkomuhaldi.   Félagsmiðstöð: Félagsmiðstöð hefur opnað að nýju.   Gámasvæði: Opið er á auglýstum tíma. Óheimilt er að skila flokkuðum endurvinnsluúrgangi frá heimilum sem eru í sóttkví eða eingangrun á gámasvæði. Allur úrgangur frá heimilum í sóttkví eða einangrun skal fara í óflokkað sorp (almennan úrgang).   Íþróttamiðstöðvarnar í Reykholti og á Laugarvatni: Sundlaugar, íþróttahús og líkamsrækt opna mánudaginn 18. maí n.k. Fjöldatakmarkanir gilda fyrst um sinn skv. reglum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og eru nánari útfærslur á reglum birtar á vef sveitarfélagsins. Íþróttaæfingar geta hafist að nýju, með þeim takmörkunum sem tilkynntar hafa verið. Starfsemi nuddara og sjúkraþjálfara í íþróttahúsum Bláskógabyggðar er heimil.   Mötuneyti Aratungu: Lokað er fyrir aðgang kostgangara að mötuneyti. Lokað er fyrir aðgang eldri borgara að mötuneyti, en þeim gefinn kostur á að fá heimsendan mat. Mötuneyti starfar með hefðbundnum hætti fyrir grunn- og leikskóla.   Matur fyrir eldri borgara á Laugarvatni: Ekki er matur fyrir eldri borgara þar sem mötuneyti ML hefur lokað.   Skólastarf í Bláskógabyggð: Frá og með mánudeginum 4. maí starfa grunn- og leikskólar með hefðbundnum hætti þar sem takmarkanir á samkomuhaldi hafa verið felldar niður hvað varðar nemendur. Enn um sinn gilda takmarkanir hvað varðar starfsfólk og foreldra.   Velferðarþjónusta Árnesþings ? afgreiðsla meðan samkomubann stendur yfir: Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir. Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust. Heimaþjónusta ? síma 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur ? vinsamlega hringið í 483-4000 eða sendið tölvupóst á netfangið sigurjon@arnesthing.is Málefni fatlaðs fólks - áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000, netfang arna@arnesthing.is Unnið er eftir forgangslista varðandi heimaþjónustu. Notendur heimaþjónustu frá tilkynningar frá heimaþjónustunni varðandi fyrirkomulag. Leitast er við að koma heimaþjónustu í hefðbundið horf í samráði við notendur.