Breyting á þjónustu vegna COVID-19 uppfært

Fréttir 23.03.2020
Ágætu íbúar í Bláskógabyggð   Nú er að hefjast önnur vikan þar sem talsverðar takmarkanir eru í gildi hvað varðar starfsemi sveitarfélagsins. Farið er að tilmælum almannavarnadeildar og Landlæknis og leitast við að draga eins mikið úr smithættu og mögulegt er miðað við þau fyrirmæli sem gilda. Stjórnendur hafa á síðustu dögum endurskipulagt allt starf með sínu starfsfólki og er þakkað sérstaklega fyrir það hve stjórnendur og starfsfólk hafa verið lausnamiðuð í sinni vinnu. Stjórnendur halda reglulega fjarfundi til að fara yfir stöðu mála og á hverjum tíma eru allir meðvitaðir um það að breyta getur þurft skipulagi með skömmum fyrirvara. Íbúum eru jafnframt færðar þakkir fyrir það hve vel þeir hafa tekið breyttu fyrirkomulag í skólum og leikskólum, íþróttamiðstöðvum og annarri þjónustu. Þetta eru erfiðir tímar og óvissan mikil, en í sameiningu munu við komast í gegnum þetta tímabundna ástand. Munum að huga að þeim sem standa okkur nærri og nágrönnum, gætum að smitvörnum og gerum þennan óvissutíma sem bærilegastan. Meðfylgjandi er listi yfir þjónustu sveitarfélagsins eins og staðan er í dag. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri   Breyting á þjónustu vegna COVID-19
  1. mars 2020
Eftirfarandi breytingar hafa verið ákveðnar á starfsemi Bláskógabyggðar og þjónustu sveitarfélagsins vegna útbreiðslu COVID-19 og takmarkana á samkomuhaldi. Breytingar geta orðið á þessari áætlun með skömmum fyrirvara. Skrifstofa: Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð almenningi. Starfsfólk sinnir vinnu heiman frá eða á skrifstofunni eftir ákveðnu skipulagi. Svarað er í síma 480 3000 og senda má erindi á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is, auk þess sem netöng starfsmanna eru aðgengileg á heimasíðunni www.blaskogabyggd.is .   Bláskógaveita: Starfsmenn sinna ekki mælaskiptum og álestri. Starfsmenn sinna bilanaþjónustu og rekstri veitna.   Bókasafn: Bókasafn Bláskógabyggðar í Bláskógaskóla er lokað. Bókasafn Menntaskólans á Laugarvatni er lokað.   Félagsheimilið Aratunga: Lokað er fyrir útleigu á Aratungu.   Velferðarþjónusta Árnesþings ? afgreiðsla meðan samkomubann stendur yfir: Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir. Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust. Heimaþjónusta ? síma 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur ? vinsamlega hringið í 483-4000 eða sendið tölvupóst á netfangið sigurjon@arnesthing.is Málefni fatlaðs fólks - áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000, netfang arna@arnesthing.is Unnið er eftir forgangslista varðandi heimaþjónustu. Notendur heimaþjónustu frá tilkynningar frá heimaþjónustunni varðandi fyrirkomulag.   Félagsmiðstöð: Félagsmiðstöð er lokuð.   Gámasvæði: Opnunartími er óbreyttur. Óheimilt er að skila flokkuðum endurvinnsluúrgangi frá heimilum sem eru í sóttkví eða eingangrun á gámasvæði. Allur úrgangur frá heimilum í sóttkví eða einangrun skal fara í óflokkað sorp (almennan úrgang).   Íþróttamiðstöðvarnar í Reykholti og á Laugarvatni: Sundlaugar, íþróttahús og líkamsrækt eru lokuð.   Mötuneyti Aratungu: Lokað er fyrir aðgang kostgangara að mötuneyti. Lokað er fyrir aðgang eldri borgara að mötuneyti, en þeim gefinn kostur á að fá heimsendan mat. Mötuneyti sinnir takmarkaðri þjónustu við grunn- og leikskóla. Starfsmenn skóla og skrifstofu hafa ekki aðgengi að mötuneytinu.   Matur fyrir eldri borgara á Laugarvatni: Ekki er matur fyrir eldri borgara þar sem mötuneyti ML hefur lokað.   Skólastarf í Bláskógabyggð: Skólastjórnendur vinna áætlanir um starfsemi leik- og grunnskóla á meðan takmarkanir gilda og kynna þær.