Bókari á skrifstofu Bláskógabyggðar

Fréttir 06.01.2021
Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa á skrifstofu sveitarfélagsins við bókhald, símsvörun og almenn skrifstofustörf. Skrifstofa Bláskógabyggðar er staðsett í Aratungu í Reykholti. Helstu verkefni og ábyrgð: Móttaka, skráning og lyklun reikninga í Navision bókhaldskerfi. Leiðbeiningar til starfsmanna um lyklun reikninga. Bókun millifærslna og leiðréttinga. Símsvörun, móttaka og afgreiðsla pósts og erinda. Frágangur mála til Héraðsskjalasafns. Önnur skrifstofustörf. Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi. Bókhaldskunnátta er skilyrði. Góð almenn tölvukunnátta. Góð íslenskukunnátta og ritfærni. Leitað er að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is eða með pósti merktum: Bláskógabyggð, Aratungu, 806 Selfoss.   Öllum umsóknum verður svarað. Starfshlutfall er 90 til 100%. Starfið hentar einstaklingum óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2021. Nánari upplýsingar veitir Sigurrós H. Jóhannsdóttir ? sigurros@blaskogabyggd.is